SVA - sala auglýsinga á strætisvagna í eigu Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017020079

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 4. fundur - 16.02.2017

Rætt um sölu auglýsinga á strætisvagna í eigu Akureyrarbæjar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að móta reglur og verðskrá um auglýsingar á strætisvagna í eigu Akureyrarbæjar og leggja fyrir næsta fund.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 10. fundur - 12.05.2017

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar mætti á fundinn og fór yfir drög að reglum og verðskrá vegna auglýsingasölu á strætisvagna dagsett 9. maí 2017.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum og leggja reglurnar aftur fyrir ráðið á fundi þann 16. júní 2017.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 13. fundur - 16.06.2017

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar mætti á fundinn og fór yfir drög að útboðsgögnum vegna auglýsingasölu á strætisvagna dagsett 14. júní 2017.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra og forstöðumanni Umhverfismiðstöðvar að klára útboðsgögnin miðað við umræður á fundinum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 15. fundur - 18.08.2017

Farið yfir hvort eigi að leyfa auglýsingar á strætisvögnum.



Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðsöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fara í útboð samkvæmt framlögðum gögnum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 52. fundur - 15.03.2019

Lagt fram minnisblað dagsett 12. mars 2019 varðandi sölu auglýsinga á strætisvagna Akureyrarbæjar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að nýta auglýsingarýmið einungis fyrir Akureyrarbæ og fyrirtæki hans.

Bent er á að Strætisvagnar Akureyrar eru fyrirtæki í almannaþágu og tilgangurinn með rekstri þeirra er að veita íbúum hagkvæma þjónustu við að komast á milli staða í bænum auk þess að minnka álag á samgöngukerfið, stuðla að heilbrigðum lífsstíl og minni mengun. Þess vegna er horft eftir því að auglýsingar sem styðja við svipuð sjónarmið, lýðheilsu o.þ.h. sitji fyrir öðrum. Óskað er eftir að auglýsingum sem þykja vinna gegn ofantöldum sjónarmiðum sé hafnað eða beint í jákvæðari farveg.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 59. fundur - 05.07.2019

Teknar fyrir reglur varðandi auglýsingar á strætisvögnum Akureyrarbæjar.

Hrafn Svavarsson rekstarstjóri SVA sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að opna fyrir að einkaaðilar kaupi auglýsingar á strætisvagna og biðskýli enda standist það að öðru leyti samþykktar reglur um auglýsingar á strætisvagna Akureyrarbæjar.