Reiðleiðir í landi Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017020055

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 4. fundur - 16.02.2017

Lögð fram fundargerð dagsett 9. febrúar 2017 þar sem fulltrúar Akureyrarbæjar og Hestamannafélagsins Léttis ræddu um reiðleiðir í landi Akureyrarbæjar.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir tillögu B að nýjum reiðstíg samkvæmt framlögðum gögnum.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 5. fundur - 03.03.2017

Tekin fyrir að nýju tillaga um nýja reiðleið sem samþykkt var á 4. fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs. Samþykkt var reiðleið B samkvæmt framlögðum teikningum en lagt er til að leið A verði samþykkt.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir leið JVi rauðu leiðina samkvæmt fyrirliggjandi teikningum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 7. fundur - 31.03.2017

Lögð fram stöðuskýrsla 1 dagsett 28. mars 2017 vegna framkvæmdanna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 11. fundur - 19.05.2017

Lögð fram til kynningar drög að samningum við Hestamannafélagið Létti og Golfklúbb Akureyrar vegna moldarlosunar við golfvöllinn.