Afskriftir krafna 2016

Málsnúmer 2017020047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3544. fundur - 16.02.2017

Lögð fram tillaga sviðsstjóra fjársýslusviðs dagsett 13. febrúar 2017 um afskriftir krafna.

Kröfurnar eru frá árunum 2013 og eldri árum. Jafnframt er um að ræða yngri kröfur hjá gjaldþrota aðilum og einstaklingum sem fengið hafa greiðsluaðlögun.

Samtals er um 615 kröfur að ræða að fjárhæð 9.463.328 krónur.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra fjársýslusviðs um afskriftir 615 krafna að fjárhæð 9.463.328 krónur.