Kiwanisklúbburinn Kaldbakur - styrkbeiðni

Málsnúmer 2017020024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3543. fundur - 09.02.2017

Lagt fram erindi dagsett 1. febrúar 2017 frá Kiwanisklúbbnum Kaldbaki þar sem óskað er eftir styrk vegna umdæmisþings sem haldið verður á Akureyri dagana 22.- 23. september nk.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir styrk vegna húsaleigu að fjárhæð kr. 335.000 sem færist af styrkveitingum bæjarráðs.