Rangárvellir - tilkynning um spennistöð og varaaflstöð

Málsnúmer 2017010564

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 618. fundur - 02.02.2017

Erindi dagsett 24. janúar 2017 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, tilkynnir fyrirhugaða framkvæmd á tveimur smáhýsum veitna. Um er að ræða spennistöð og varaaflstöð, hvort um sig undir 15 fermetrum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi vísar í gr. 2.3.6. í byggingarreglugerð 123/2012 og leiðbeiningarblað Mannvirkjstofnunar varðandi gögn sem fylgja skulu með tilkynntri framkvæmd.

Erindinu er frestað.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 628. fundur - 21.04.2017

Erindi dagsett 24. janúar 2017 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Norðurorku ehf., kt. 550978-0169, tilkynnir fyrirhugaða framkvæmd, sem er bygging spennistöðvar undir 15 m², á lóðinni Rangárvellir 2. Meðfylgjandi eru aðal- og sérteikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar nýjar teikningar 14. mars 2017 og 11. apríl 2017.
Byggingarfulltrúi hefur móttekið tilkynningu um framkvæmdina og staðfestir að hún samræmist skipulagsáætlunum og sé innan þeirra marka sem tilgreind eru í gr. 2.3.5. byggingarreglugerðar.

Tilkynna skal til skipulagssviðs þegar framkvæmd er lokið og skila lýsingu í samræmi við 5. málsgrein greinar 2.3.6. í byggingarreglugerð.