Akureyrarstofa - atvinnumál

Málsnúmer 2017010556

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 224. fundur - 31.01.2017

Rætt um fyrirkomulag og verkaskipti í atvinnumálum eftir að atvinnumálanefnd hefur hætt störfum.

Matthías Rögnvaldsson fyrrverandi formaður nefndarinnar mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu helstu verkefna og þau áform sem uppi eru. Bar þar einna hæst Atvinnu- og nýsköpunarhelgin þann 3.- 5. febrúar nk., norðurslóðamál, frumkvöðlasetur sem er í burðarliðnum og áframhald verkefnisins Brothættar byggðir sem er í fullum gangi. Vinnu og umræðum verður haldið áfram á næstu fundum stjórnarinnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 228. fundur - 23.03.2017

Umræða um atvinnumál og verkaskiptingu milli Akureyrarstofu og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Lagðar fram upplýsingar um stöðu fjárhagsáætlunar í atvinnutengdum verkefnum. Jafnframt voru lagðir fram til kynningar samningar sem tengjast Frumkvöðlasetri sem komið verður á laggirnar nú á vordögum.
Sviðsstjóra og deildarstjóra Akureyrarstofu falið að ræða við framkvæmdatjóra AFE um verkefni og verkaskipti þessara aðila.

Stjórn Akureyrarstofu - 230. fundur - 27.04.2017

Sviðsstjóri samfélagssviðs og deildarstjóri Akureyrarstofu gerðu grein fyrir fundum þeirra með AFE. Fyrirhugað er að vera með sameiginlegt málþing þann 7. júní nk. Vinnuheiti málþingsins er Störf án staðsetningar.