Skautafélag Akureyrar - beiðni um styttri sumarlokun í Skautahöllinni 2017

Málsnúmer 2017010114

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 3. fundur - 23.02.2017

Erindi dagsett 20. febrúar 2017 frá Sigurði Sigurðarsyni formanni Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir fjárveitingu vegna sumaropnunar í Skautahöllinni.
Frístundráð getur ekki orðið við þessari beiðni þar sem ekki er gert ráð fyrir kostnaði sem þessu fylgir í fjárhagsáætlun en bendir stjórn Skautafélags Akureyrar á að sækja tímanlega um fyrir árið 2018.