Sjafnarnes 2 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2017010038

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 250. fundur - 11.01.2017

Erindi dagsett 5. janúar 2017 þar sem Þór Konráðsson f.h. Sjafnarness hf., kt. 691206-3270, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Sjafnarnes. Gert er ráð fyrir annarri steypustöð og efnisgeymslum meðfram Sjafnarnesinu.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

Skipulagsráð - 252. fundur - 25.01.2017

Erindi dagsett 5. janúar 2017 þar sem Þór Konráðsson f.h. Sjafnarness hf., kt. 691206-3270, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Sjafnarnes þar sem byggingarreit verði breytt. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 11. janúar 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á skipulagi. Tillagan er dagsett 17. janúar 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi og gerir ráð fyrir færslu á byggingarreit og breytingu á hámarks vegg- og þakhæð mannvirkja á lóðinni.
Einungis er um að ræða stækkun á byggingarreit og hámarkshæð mannvirkja og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3408. fundur - 07.02.2017

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 25. janúar 2016:

Erindi dagsett 5. janúar 2017 þar sem Þór Konráðsson f.h. Sjafnarness hf., kt. 691206-3270, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Sjafnarnes þar sem byggingarreit verði breytt. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 11. janúar 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á skipulagi. Tillagan er dagsett 17. janúar 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi og gerir ráð fyrir færslu á byggingarreit og breytingu á hámarks vegg- og þakhæð mannvirkja á lóðinni.

Einungis er um að ræða stækkun á byggingarreit og hámarkshæð mannvirkja og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.