Lautin - endurnýjun þjónustusamnings

Málsnúmer 2016120164

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1244. fundur - 11.01.2017

Lögð fram drög að þjónustusamningi við Rauða Kross Íslands - Eyjafjarðardeild og Geðverndarfélag Akureyrar um rekstur Lautarinnar, dagsathvarfs fyrir einstaklinga með geðraskanir.
Velferðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi og felur Jóni Hróa Finnssyni sviðsstjóra búsetusviðs að ganga frá undirritun.

Velferðarráð óskar eftir að framlag og kostnaður vegna húsnæðis komi fram í rekstraráætlun.
Árný Ingveldur Brynjarsdóttir vék af fundi kl. 14:40.