Viðburðir - götu- og torgsala - 2017

Málsnúmer 2016120159

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 617. fundur - 26.01.2017

Erindi dagsett 12. desember 2016 þar sem Arnar Þór Þorsteinsson fyrir hönd 5 jarða ehf., kt. 681015-4340, sækir um stöðuleyfi fyrir árið 2017 fyrir pylsuvagn við Sundlaug Akureyrar. Meðfylgjandi er samþykki frá Fasteignum Akureyrarbæjar.
Byggingarfulltrú samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 617. fundur - 26.01.2017

Erindi dagsett 12. desember 2016 þar sem Arnar Þór Þorsteinsson fyrir hönd 5 jarða ehf., kt. 681015-4340, sækir um stöðuleyfi fyrir árið 2017 fyrir matsöluvagn á Ráðhústorgi.
Byggingarfulltrú samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 617. fundur - 26.01.2017

Erindi dagsett 28. nóvember 2016 þar sem Khattab Al Mohammad, kt. 010268-2659, sækir um stöðuleyfi við Hafnarstræti fyrir matarsöluvagn. Stærðin er 260sm á breidd, 260sm á hæð og 4m á lengd. Sótt eru um leyfi frá 1. mars 2017. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Ekki er hægt að veita leyfið á umbeðnum stað en hins vegar á svæðinu fyrir neðan brekkuna, sunnan við núverandi pylsuvagn.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 617. fundur - 26.01.2017

Erindi dagsett 6. desember 2016 þar sem Thomas Piotr ehf., kt. 581113-0720, sækir um langtímaleyfi fyrir söluvagn við Hafnarstræti fyrir pylsur, kjötsúpu, gos og sælgæti. Fallið er frá fyrri umsókn um vagn til vöfflusölu.
Byggingarfulltrú samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 630. fundur - 11.05.2017

Erindi dagsett 9. maí 2017 þar sem Khattab Al Mohammad, kt. 010268-2659, sækir um að hafa stærri vagn við Hafnarstræti en búið er að samþykkja stöðuleyfi fyrir. Búið er að sækja um og fá samþykktan vagn að stærð 260 cm á breidd, 260 cm á hæð og 4 m á lengd. Sótt er nú um að lengja vagninn um 2 m, hann sé þá 6 m á lengd.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Nánari staðsetning skal vera í samráði við skipulagssvið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 634. fundur - 09.06.2017

Erindi dagsett 30. maí 2017 þar sem Guðmundur Þ. Gunnarsson fyrir hönd Pizza Pizza ehf., kt. 480293-2669, sækir um nætursöluleyfi í vagni við Ráðhústorg dagana 15. júní 2017 til 18. júní 2017. Vagninn verður lokaður þann 17. júní 2017. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið með eftirfarandi skilyrði:

Vagninn má standa til kl. 04:00 aðfararnótt 17. júní en þá þarf að fjarlægja hann vegna 17. júní hátíðarhalda í miðbæ. Vagninn má staðsetja aftur á sama stað kl. 22:00 þann 18. júní, sjá nánar gr. C í "Samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu" sem samþykkt var í bæjarstjórn 5. maí 2015.

Greitt skal leyfisgjald með vísun í gr. C í ofangreindri samþykkt.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 636. fundur - 22.06.2017

Erindi dagsett 13. júní 2017 þar sem Halldór Sigurðsson fyrir hönd HKS Ráðgjöf ehf., kt. 610114-0590, sækir um stöðuleyfi fyrir vagni til konfektgerðarkennslu frá 1. júlí til 31. ágúst 2017. Óskað er eftir leyfi til að hafa vagninn við Hafnarstræti, neðan við Skátagilið.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem öllum langtímastæðum hefur verið úthlutað. Auk þess er mannvirkið byggingarleyfisskylt þar sem um kennslustofu er að ræða.