Álagning gjalda - fasteignagjöld 2017

Málsnúmer 2016120131

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3537. fundur - 22.12.2016

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2017.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2017 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð - 3537. fundur - 22.12.2016

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2017.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt felur bæjarráð fjármálastjóra að endurskoða reglur um tekjumörk við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

Bæjarstjórn - 3406. fundur - 03.01.2017

5. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 22. desember 2016:

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2017.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2017 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2017 með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3406. fundur - 03.01.2017

6. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 22. desember 2016:

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2017.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt felur bæjarráð fjármálastjóra að endurskoða reglur um tekjumörk við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2017 með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3546. fundur - 02.03.2017

Gunnar Gíslason D-lista óskar eftir umræðu um álagningu fasteignagjalda og þá sérstaklega um breytingu á álagningu fasteignagjalda á verbúðir.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Gunnar Gíslason D-lista lagði fram eftirfarandi tillögu:

Á fundi sínum 3. janúar sl. samþykkti bæjarstjórn tillögu að álagningu fasteignagjalda á árinu 2017. Þar var gert ráð fyrir því að fasteignagjöld á verbúðum færi úr flokki a) II í flokk c) án þess að það væri tilgreint sérstaklega og hvað þessi breyting hefði í för með sér. Þessi breyting hefur það í för með sér að í stað þess að álagt fasteignagjald á verbúðir sé 0,625% af fasteignamati húsa og lóða verður það 1,65%. Þessi breyting leiðir til mikillar hækkunar fasteignagjalda hjá eigendum verbúða á Akureyri. Auk þess að hækkunin er mikil var hún ekki kynnt þeim sem hlut eiga að máli og kom hún því flatt upp á marga, sérstaklega ellilífeyrisþega sem eru að sinna sínu tómstundastarfi í verbúðum og eru með litla báta.

Ég tel að það eigi að vera regla hjá Akureyrarkaupstað að kynna allar breytingar á gjaldskrám með góðum fyrirvara áður en þær taka gildi. Þar sem þessi breyting er í samræmi við lög þá er hæpið að leggjast gegn henni en ég legg til að gildistöku þessarar hækkunar verði frestað um ár í ljósi þess hvernig staðið var að henni.

Tillagan var borin upp og felld með 3 atkvæðum gegn atkvæði Gunnars Gíslasonar D-lista. Preben Jón Pétursson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.Meirihluti bæjarráðs tekur undir með Gunnari Gíslasyni bæjarfulltrúa um mikilvægi þess að settir verði skýrir verkferlar um framkvæmd breytinga á gjaldskrám. Breyting á álagningu fasteignagjalda á verbúðir sem hér um ræðir var gerð til samræmis við lög nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum, og því ekki hægt að fallast á tillögu Gunnars um frestun.