Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Akureyri styrkbeiðni

Málsnúmer 2016120119

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3537. fundur - 22.12.2016

Erindi dagsett 24. nóvember 2016 frá Baldvini Valdemarssyni verkefnastjóra fyrir hönd undirbúningshóps um Atvinnu- og nýsköpunarhelgina á Akureyri. Í erindinu er óskað eftir 500.000 kr. styrk vegna Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar á Akureyri sem haldin verður í sjötta sinn 3.- 5. febrúar nk.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 500.000 og skal styrkurinn tekinn af styrkveitingum bæjarráðs fyrir árið 2017.