Búnaðarkaup fyrir íþróttamannvirki - óskir íþróttaráðs um aðkomu Fasteigna Akureyrarbæjar að endurnýjun búnaðar

Málsnúmer 2016120043

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 288. fundur - 09.12.2016

Lagt fram erindi dagsett 26. september 2016 frá íþróttaráði þar sem óskað er eftir fjárveitingu til búnaðarkaupa í íþróttamannvirki bæjarins samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir beiðnina og leggur til að búnaðarkaup fyrir Hlíðarfjall og Reiðhöllina verði bókfærð á árinu 2016 en búnaðarkaup fyrir Íþróttamiðstöð Giljaskóla og Sundlaug Glerárskóla verði bókfærð á árinu 2017.