Sjúkrahúsið á Akureyri - stefnumótun 2017-2021

Málsnúmer 2016110079

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3530. fundur - 17.11.2016

Erindi dagsett 11. nóvember 2016 frá Þóru Ester Bragadóttur fyrir hönd verkefnahóps um áhrif og væntingar ytri hagsmunaaðila um stefnumótun Sjúkrahússins á Akureyri. Í erindinu er óskað eftir innleggi Akureyrarbæjar í stefnumótunina í formi ábendinga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda innlegg fyrir hönd Akureyrarbæjar.