Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016

Málsnúmer 2016110027

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 218. fundur - 03.11.2016

Í vikunni bárust þau tíðindi að Akureyringurinn Arnar Már Arngrímsson hefur hlotið barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína Sölvasögu unglings. Þetta er í fjórða sinn sem verðlaun eru veitt í þessum flokki en þau koma nú í fyrsta skipti í hlut Íslendings.
Stjórn Akureyrarstofu óskar Arnari Má hjartanlega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu og óskar honum áframhaldandi velfarnaðar á rithöfundarbrautinni.