Gránufélagsgata 4 - fyrirspurn

Málsnúmer 2016100179

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 246. fundur - 09.11.2016

Erindi dagsett 25. október 2016 þar sem Sigurður Hafsteinsson fyrir hönd húseiganda Arnars Þórs Jónssonar spyr hvort það samrýmist gildandi deiliskipulagi að reka gistirými/hótel á efri hæðum Gránufélagsgötu 4.
Deiliskipulag miðbæjar miðar að fjölbreyttri landnotkun í miðbænum.

Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsstjóra að gera athugun á heildarmagni hótela, hótelíbúða og gistiheimila í miðbæ Akureyrar og nágrenni, og hlutfalli þeirrar starfsemi miðað við aðra starfsemi í miðbænum.

Skipulagsnefnd - 248. fundur - 07.12.2016

Erindi dagsett 25. október 2016 þar sem Sigurður Hafsteinsson spyr, fyrir hönd Arnar Þórs Jónssonar, hvort það samrýmist gildandi deiliskipulagi að reka gistirými/hótel á efri hæðum Gránufélagsgötu 4. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd telur að erindið samrýmist gildandi deiliskipulagi. Markmið deiliskipulagsins kveður á um fjölbreytta notkun húsnæðis í miðbænum, en umrædd breyting hefur lítil áhrif þar á.

Skipulagsráð - 257. fundur - 08.03.2017

Erindi dagsett 13. febrúar 2017 þar sem Sigurður Hafsteinsson, fyrir hönd Arnar Þórs Jónssonar, húseiganda, óskar eftir umsögn/áliti á drögum að byggingu við Gránufélagsgötu 4. Gert er ráð fyrir að á efri hæðum hússins verði gistirými/hótel. Meðfylgjandi eru myndir og teikningar.
Skipulagsráð telur erindið í samræmi við gildandi deiliskipulag miðbæjar.