Samfélags- og mannréttindaráð - önnur mál

Málsnúmer 2016100135

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 191. fundur - 18.10.2016

Samfélags- og mannréttindaráð fagnar frumkvæði nemenda í kynjafræði við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri og Feministafélags MA um skipulagningu dagskrár Kvennafrídags á Akureyri 24. október 2016.

Samfélags- og mannréttindaráð skorar á allar konur að leggja niður störf og nám og sameinast á Ráðhústorginu þriðjudaginn 25. október 2016 kl. 09:30.

Samfélags- og mannréttindaráð - 193. fundur - 13.12.2016

Síðasti fundur samfélags- og mannréttindaráðs sem sameinast íþróttaráði í frístundaráð á nýju ári.
Samfélags- og mannréttindaráð þakkar farsælt og gott samstarf innan ráðsins sem og við starfsmenn deildarinnar.

Samfélags- og mannréttindaráð óskar nýju ráði velfarnaðar og öllum Akureyringum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári