Framkvæmdaáætlun í búsetumálum fatlaðs fólks 2016

Málsnúmer 2016100017

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1237. fundur - 05.10.2016

Jón Hrói Finnsson framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti vinnu við framkvæmdaáætlun í búsetumálum fatlaðs fólks.
Velferðarráð felur framkvæmdastjórum búsetu- og fjölskyldudeildar að vinna málið áfram. Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi.

Velferðarráð - 1239. fundur - 02.11.2016

Áður á dagskrá fundar velferðarráðs þann 3. september sl.

Jón Hrói Finnsson framkvæmdastjóri búsetudeildar fór yfir stöðu varðandi áætlun um uppbyggingu búsetuúrræða og gerð framkvæmdaáætlunar Akureyrarbæjar.
Velferðarráð óskar eftir því við framkvæmdaráð að gert verði ráð fyrir brýnum verkefnum varðandi uppbyggingu búsetuúrræða í framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar næstu ár. Á árunum 2017-2018 þarf að gera ráð fyrir byggingu sex til sjö íbúða búsetukjarna og byggingu a.m.k. tveggja smáhýsa fyrir tímabundin úrræði fyrir einstaklinga sem eiga við fíkni- eða geðrænan vanda að stríða og rekast illa í fjölbýli. Einnig þarf að gera ráð fyrir endurbótum á sambýlinu í Hafnarstræti 16 og frekari fjölgun íbúðarrýma fyrir fatlað fólk með mikla þjónustuþörf um fjögur til sex á næstu fimm til sex árum.