Vatnsverndarsvæðin í Hlíðarfjalli/Glerárdal

Málsnúmer 2016090188

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3524. fundur - 06.10.2016

Erindi dagsett 28. september 2016 frá Baldri Dýrfjörð, lögfræðingi og staðgengli forstjóra fyrir hönd Norðurorku hf varðandi vatnsverndarsvæðin í Hlíðarfjalli/Glerárdal.

Í erindinu kemur meðal annars fram að reglulega komi fram hugmyndir um aukna starfsemi í Hlíðarfjalli og nú mögulega útvistun á starfseminni þar. Með hliðsjón af mikilvægi vatnsverndarsvæðanna þá hefur Norðurorka áhyggjur af þessu og vill brýna fyrir bæjarstjórn að ekki sé tekin nein áhætta í þessum efnum gagnvart mögulegri stækkun svæðisins. Með þessu er meðal annars vísað til hugmynda sem fyrir nokkrum árum komu fram í svonefndu: Hlíðarfjall, Akureyri Mountain Master Plan. Í þessari áætlun er gert ráð fyrir mikilli stækkun á svæðinu og þar á meðal starfsemi inni á vatnsverndarsvæðunum. Með hagsmuni vatnsverndarsvæðanna og þar með bæjarbúa og atvinnurekstrar á svæðinu er ekki hægt að fallast á neina frekari starfsemi innan vatnsverndarsvæðanna og mikilvægt að möguleg stækkun skíðasvæðisins fari fram á öðrum svæðum en vatnsverndarsvæðunum. Einnig er mikilvægt að möguleg aukning í starfsemi og eða stækkun svæðisins ýti ekki undir hættuna á umferð um eða við vatnsverndarsvæðin heldur þvert á móti að fullt tillit sé tekið til vatnsverndarinnar í öllu skipulagi svæðisins.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og leggur áherslu á að við framtíðaruppbyggingu í Hlíðarfjalli verði fullt tillit tekið til vatnsverndar.