Starfsáætlanir með fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 2016090099

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1236. fundur - 21.09.2016

Lögð fram til kynningar drög að starfsáætlunum deilda fyrir árið 2017, sem unnið er að samhliða gerð tillagna að fjárhagsáætlun sama árs.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.

Framkvæmdastjórar búsetudeildar, fjölskyldudeildar og ÖA munu vinna að gerð starfsáætlana og verða þær lagðar fram á næsta fundi velferðarráðs þann 5 október nk.

Velferðarráð - 1237. fundur - 05.10.2016

Þessum lið var frestað á síðasta fundi og framkvæmdastjórum búsetudeildar, fjölskyldudeildar og Öldrunarheimila Akureyrarbæjar falið að vinna að gerð starfsáætlana og leggja þær fram á næsta fundi velferðarráðs.

Lögð fram til kynningar drög að starfsáætlunum deilda fyrir árið 2017 sem unnin eru samhliða gerð tillagna að fjárhagsáætlun sama árs.

Velferðarráð - 1238. fundur - 19.10.2016

Starfsáætlanir búsetudeildar, fjölskyldudeildar og ÖA sem fjallað var um á síðasta fundi og framkvæmdastjórar hafa unnið að og skilað til hagsýslu bæjarins, lagðar fram til kynningar og staðfestingar.