Kristjánshagi 2 og Davíðshagi 4 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016080073

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 240. fundur - 24.08.2016

Erindi dagsett 19. ágúst 2016 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS byggis ehf,

kt. 620687-2519, sækir um breytingu á deiliskipulagi Kristjánshaga 2 og Davíðshaga 4. Meðfylgjandi er tillaga unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsett 24. ágúst 2016 og samþykki nágranna.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að grenndarkynna erindið.

Þar sem samþykki nágranna liggur fyrir telst grenndarkynningu lokið. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og málinu lokið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð - 3519. fundur - 25.08.2016

15. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. ágúst 2016:

Erindi dagsett 19. ágúst 2016 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS byggis ehf,

kt. 620687-2519, sækir um breytingu á deiliskipulagi Kristjánshaga 2 og Davíðshaga 4. Meðfylgjandi er tillaga unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsett 24. ágúst 2016 og samþykki nágranna.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að grenndarkynna erindið.

Þar sem samþykki nágranna liggur fyrir telst grenndarkynningu lokið. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og málinu lokið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 11. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2016.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.