Moldarlosunarvegur - gatnagerð og lagnir

Málsnúmer 2016070070

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 335. fundur - 21.09.2016

Farið yfir niðurstöður funda með hestamönnum.

Jónas Vigfússon forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð frestar ákvörðun til næsta fundar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 12. fundur - 02.06.2017

Lögð fram drög að samningi við Golfklúbb Akureyrar um losun jarðvegs á Jaðarsvelli dagsett 30. maí 2017.

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 49. fundur - 01.02.2019

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 1. nóvember 2018 og frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum unnin af EFLU dagsett 24. september 2018.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 67. fundur - 01.11.2019

Tekið fyrir minnisblað dagsett 30. október 2019 varðandi moldarlosunarsvæði í bænum. Til umræðu er haugsetning, landmótun, umhverfismat, stækkun og kostnaður vegna standsetningar og reksturs svæðisins.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Golfklúbbsins.