Hljóðvist við Borgarbraut

Málsnúmer 2016070064

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3515. fundur - 21.07.2016

Gunnar Gíslason mætti til fundar kl. 08:40.
Lögð fram erindi dagsett 12. júlí 2016 annars vegar frá Herði Óskarssyni fyrir hönd íbúa í Vestursíðu 6 og hins vegar frá Gunnari J. Jóhannssyni fyrir hönd íbúa í Núpasíðu 2 er varðar hljóðvist við Borgarbraut.

Halla Björk Reynisdóttir formaður framkvæmdaráðs, Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur framkvæmdadeild og skipulagsdeild að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt með þremur atkvæðum meirihlutans. Preben Jón Pétursson Æ-lista sat hjá og Gunnar Gíslason D-lista greiddi atkvæði á móti.Gunnar Gíslason D-lista óskar bókað:

Ég tel að eina leiðin í þessu máli sé að mæta óskum íbúanna við Vestursíðu 8a og 6 nú þegar, þar sem rekja má ástæðu málsins til rangra upplýsinga sem komu fram í skýrslu frá Akureyrarbæ 2012 og 2013 og væntingum sem byggðar voru upp með því að senda teikningar af hljóðveggjum til íbúanna á sl. ári sem gáfu tilefni til að ætla að þessir veggir yrðu settir upp á þessu ári.