Hafnarstræti 106 - umsókn um verönd á baklóð

Málsnúmer 2016070033

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 592. fundur - 07.07.2016

Erindi dagsett 7. júlí 2016 þar sem Aðalsteinn Árnason f.h. Drífa ehf., kt. 480173-0159, sækir um leyfi fyrir sólpalli á baklóð við Hafnarstræti 106. Meðfylgjandi er lýsing og teikning.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Skipulagsnefnd - 239. fundur - 10.08.2016

Erindi dagsett 6. júlí 2016 þar sem Drífa ehf., kt. 480173-0159, sækir um að byggja verönd úr timbri á baklóð húss nr. 106 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er byggingarlýsing og málsett afstöðumynd. Skipulagsstjóri samþykkti erindið 7. júlí 2016 þar sem hann taldi það ekki falla undir ákvæði í deiliskipulagi miðbæjar um vísan til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd tekur undir álit skipulagsstjóra og gerir ekki athugasemd við afgreiðslu erindisins.

Helgi Snæbjarnarson L-lista og Edward Hákon Huijbens V-lista sátu hjá við afgreiðsluna.