Ferðamálastofa - ósk um samstarf vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks

Málsnúmer 2016060186

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3514. fundur - 14.07.2016

Lagt fram erindi dagsett 29. júní 2016 frá Ólöfu Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra þar sem óskað er eftir samstarfi við Akureyrarbæ um framhald verkefnis sem gengið hefur undir nafninu: Kortlagning auðlinda ferðaþjónustunnar. Fyrsti áfangi þess var unninn á árinu 2014.
Bæjarráð samþykkir samstarf við Ferðamálastofu um verkefnið og felur aðstoðarmanni bæjarstjóra að svara erindinu.