Verklagsreglur um lokun gatna - endurskoðun

Málsnúmer 2016060184

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 252. fundur - 25.01.2017

Vinnuhópur um verklagsreglur um lokanir gatna leggur fram endurskoðaðar verklagsreglur. Einnig er óskað eftir því við bæjaryfirvöld að peningi verði veitt í verkefni á vegum miðbæjarstjóra starfandi hjá Akureyrarstofu með áherslu á að efla miðbæinn.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að verklagsreglurnar verði samþykktar. Jafnframt vísar skipulagsráð til bæjarráðs ósk um fjárveitingu í verkefni á vegum miðbæjarstjóra starfandi hjá Akureyrarstofu með áherslu á að efla miðbæinn.

Bæjarstjórn - 3408. fundur - 07.02.2017

16. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 25. janúar 2017:

Vinnuhópur um verklagsreglur um lokanir gatna leggur fram endurskoðaðar verklagsreglur. Einnig er óskað eftir því við bæjaryfirvöld að peningi verði veitt í verkefni á vegum miðbæjarstjóra starfandi hjá Akureyrarstofu með áherslu á að efla miðbæinn.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að verklagsreglurnar verði samþykktar. Jafnframt vísar skipulagsráð til bæjarráðs ósk um fjárveitingu í verkefni á vegum miðbæjarstjóra starfandi hjá Akureyrarstofu með áherslu á að efla miðbæinn.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs að Samþykkt Akureyrarkaupstaðar um verklagsreglur vegna tímabundinna lokana gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja með 11 atkvæðum.

Bæjarráð - 3544. fundur - 16.02.2017

16. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 25. janúar 2017:

Vinnuhópur um verklagsreglur um lokanir gatna leggur fram endurskoðaðar verklagsreglur. Einnig er óskað eftir því við bæjaryfirvöld að peningi verði veitt í verkefni á vegum miðbæjarstjóra starfandi hjá Akureyrarstofu með áherslu á að efla miðbæinn.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að verklagsreglurnar verði samþykktar. Jafnframt vísar skipulagsráð til bæjarráðs ósk um fjárveitingu í verkefni á vegum miðbæjarstjóra starfandi hjá Akureyrarstofu með áherslu á að efla miðbæinn.
Bæjarráð vísar málinu til stjórnar Akureyrarstofu.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri vék af fundi kl. 10:50.