Urðagil 7-9 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2016060137

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 591. fundur - 27.06.2016

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Dagný Björg Gunnarsdóttir og Stefán Jónsson sækja um úrtöku úr kantsteini fyrir bílastæði á lóðum nr. 7 og 9 við Urðargil. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsstjóri frestar erindinu og óskar eftir umsögn framkvæmdadeildar og óskar jafnframt eftir nánari gögnum sem sýna staðsetningu bílastæða á lóðunum.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 606. fundur - 27.10.2016

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Dagný Björg Gunnarsdóttir, Urðargili 7 og Stefán Jónsson, Urðargili 9 sækja um úrtöku úr kantsteini fyrir bílastæði á lóðum við íbúðir nr. 7 og 9 við Urðargil 5-7 og 9-11. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsstjóri frestar erindinu þar sem vinnureglur um bílastæði og úrtök á kantsteini eru í vinnslu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 636. fundur - 22.06.2017

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Dagný Björg Gunnarsdóttir og Stefán Jónsson sækja um úrtöku úr kantsteini fyrir bílastæði á lóðum 7 og við Urðargil. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu með vísun í vinnureglur um bílastæði þar sem fyrir eru tvö stæði fyrir hvora íbúð.