Iceland Winter Games - ósk um stuðning við hátíðina og samstarfssamning til 3ja ára

Málsnúmer 2016060076

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 212. fundur - 23.06.2016

Erindi dagsett 14. maí 2016 frá Davíð Rúnari Gunnarssyni f.h. Viðburðastofu Norðurlands þar sem óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi við hátíðina og samstarfssamningi um hana til 3ja ára. Á fundinn komu Davíð Rúnar og Vilberg Helgason frá Viðburðastofunni til að fara yfir framkvæmd hátíðarinnar á þessu ári og skýra framtíðaráform. Jafnframt fóru þeir félagar yfir íslensku sumarleikana sem fram fara á Akureyri um verslunarmannahelgina.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar þeim Davíð Rúnari og Vilberg fyrir komuna á fundinn, greinargóðar upplýsingar og umræður.

Stjórn Akureyrarstofu afgreiddi styrkbeiðnina og samþykkir styrk að upphæð kr. 600.000 til verkefnisins. Jafnframt samþykkir stjórnin að farið verði í viðræður um samningsbundinn stuðning og þróun til þriggja ára.