Kosning forseta og skrifara bæjarstjórnar til eins árs 2016-2017

Málsnúmer 2016060030

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3394. fundur - 07.06.2016

1. Kosning forseta bæjarstjórnar.

Við kosningu forseta hlaut bæjarfulltrúi Matthías Rögnvaldsson 8 atkvæði, 3 seðlar voru auðir.

Lýsti forseti Matthías Rögnvaldsson réttkjörinn forseta bæjarstjórnar til eins árs.


2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.

Við kosningu 1. varaforseta hlaut bæjarfulltrúi Sigríður Huld Jónsdóttir 9 atkvæði, 2 seðlar voru auðir.

Lýsti forseti Sigríði Huld Jónsdóttur réttkjörna sem 1. varaforseta.


Við kosningu 2. varaforseta hlaut bæjarfulltrúi Gunnar Gíslason 10 atkvæði, 1 seðill var auður.

Lýsti forseti Gunnar Gíslason réttkjörinn sem 2. varaforseta.


3. Kosning 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.

Fram kom tillaga með nöfnum þessara aðalmanna:

Ingibjörg Ólöf Isaksen

Preben Jón Pétursson


og varamanna:

Silja Dögg Baldursdóttir

Sóley Björk Stefánsdóttir


Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.