Furuvellir 18 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2016060001

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Erindi dagsett 19. maí 2016 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Vífilfells hf., kt. 47019-1419, sækir um lóðarstækkun á lóð nr. 18 við Furuvelli, vegna fyrirhugaðrar byggingar 8 nýrra bruggtanka. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Ný tillaga kom inn 9. júní 2016 þar sem fyrirkomulag tankanna er breytt þannig að þeir rúmast innan lóðar, valkostur B.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í tillögu B og felur skipulagsstjóra að grenndarkynna erindið. Skipulagsnefnd beinir því til umsækjanda að draga úr lyktarmengun vegna framleiðslu samhliða stækkun.

Skipulagsnefnd - 239. fundur - 10.08.2016

Erindi dagsett 19. maí 2016 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Vífilfells hf., kt. 47019-1419, sækir um byggingarleyfi fyrir bruggtönkum á lóð nr. 18 við Furuvelli.

Erindið var grenndarkynnt frá 30. júní til 28. ágúst 2016 samkvæmt 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Ein athugasemd barst með mótmælum eftirtalinna vegna byggingu bruggtanka:

Steingrímur Friðriksson, kt. 220569-5359

Jóhann Freyr Hallgrímsson, kt. 250489-3079

Sigurbjörg Rún Heiðarsdóttir, kt. 051088-3609

Jóhanna Freydís Þorvaldsdóttir, kt. 220874-5839

Jenný Heiða Hallgrímsdóttir, kt. 070693-2759

Arnar Ingólfsson, kt. 071283-2329

Lögð fram tillaga skipulagsstjóra að svari við athugasemd.
Svar við athugasemd: Ekki fylgir rökstuðningur mótmælunum og ekki verður séð að um neina sjónræna hagsmuni sé að ræða. Hvað varðar hugsanleg lyktaráhrif hefur skipulagsnefnd beint því til umsækjanda að draga úr lykt vegna framleiðslu samhliða stækkun.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar afgreiðslu byggingarleyfis til skipulagsstjóra þegar umsókn um það berst.