Lerkilundur 31 - kvörtun um umgengni

Málsnúmer 2016050277

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 241. fundur - 14.09.2016

Erindi dagsett 27. maí 2016 þar sem Þorsteinn Gunnarsson, f.h. 18 íbúa í Lerki- og Grenilundi, mótmælir starfsemi við einbýlishúsið Lerkilund 31, hefur verið breytt í athafnasvæði fyrir vélaverktaka og bílum og tækjum lagt við og í nærliggjandi götur, garðskúr hefur verið byggður án leyfis á lóðamörkum að vestan og bílastæði hefur verið stækkað.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 242. fundur - 28.09.2016

Erindi dagsett 27. maí 2016 þar sem Þorsteinn Gunnarsson fyrir hönd 18 íbúa í Lerki- og Grenilundi, mótmælir starfsemi við einbýlishúsið Lerkilund 31, hefur verið breytt í athafnasvæði fyrir vélaverktaka og bílum og tækjum lagt við og í nærliggjandi götur, garðskúr hefur verið byggður án leyfis á lóðamörkum að vestan og bílastæði hefur verið stækkað.
Skipulagsdeild hefur unnið í málinu og hefur garðskúr verið færður til innan lóðar þannig að reglur séu uppfylltar.

Hvað varðar starfsemi eiganda þá hefur honum verið gert ljóst að óheimilt er að geyma stórvirkar vinnuvélar inni í íbúðahverfum með vísun til Lögreglusamþykktar Akureyrar. Hvað varðar stóra bíla, kerrur og sláttutraktora þá er heimilt að vera með slík tæki innan íbúðahverfa og leggja á löglegan hátt á lóðum og götum bæjarins.

Ef bréfritarar telja að lögreglusamþykktin sé brotin hvað varðar lagningu bíla í götunni er þeim bent á að hafa samband við lögreglu.

Skipulagsnefnd bendir á að lóðarhafar mega ganga frá yfirborði lóða sinna eins og þeir vilja svo framarlega að farið sé að reglum um hæðarsetningar við lóðarmörk en beinir því til framkvæmdadeildar að lagfæra kantsteina við götuna til samræmis við stærð samþykktra bílastæða á lóðum við götuna.