Lögreglusamþykkt Akureyrar - gisting í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri

Málsnúmer 2016050266

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 210. fundur - 26.05.2016

Með auknum fjölda ferðamanna hefur mjög færst í vöxt að gestir gisti í ferðabílum af öllu tagi á ýmsum almennum bílastæðum bæjarins. Samkvæmt Lögreglusamþykkt Akureyrar er þetta óheimilt en þar segir í 10. gr.: "Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri innan lögsagnarumdæmis Akureyrarbæjar, utan sérmerktra svæða."

Aðstaða fyrir húsbíla og hjólhýsi sem opin er allt árið er til staðar á tjaldsvæði bæjarins við Hamra og því réttast að beina gestum þangað.

Stjórn Akureyrarstofu hvetur til þess að spornað verði við þessari þróun og felur starfsfólki Akureyrarstofu að boða til fundar þá aðila sem með málið hafa að gera þannig að skilgreina megi þær leiðir sem gera lögreglunni kleift að grípa inn í og beina gestum á réttar slóðir.