Vörðutún 2, lóðarstækkun - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016050120

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 586. fundur - 19.05.2016

Erindi frá Pálma Gauta Hjörleifssyni þar sem hann óskar eftir að stækka lóð sína í Vörðutúni 2 til suðurs að gangstétt. Sækir einnig um að byggja skjólvegg til hljóðvarnar við gangstéttarkant.
Þar sem hljóðstig við húsvegg til suðurs mælist yfir viðmiðunarmörkum tekur skipulagsstjóri jákvætt í að umsækjandi byggi léttan skjólvegg við lóðarmörk til vesturs og hálfan meter frá gangstétt við Naustagötu að sunnan. Áður en leyfi verður veitt er óskað eftir gögnum sem sýna útfærslu á skjólveggnum. Erindið er í samræmi við umsókn um lóðarstækkun, sem skipulagsstjóri vísar til skipulagsnefndar.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 587. fundur - 26.05.2016

Erindi dagsett 3. maí 2016 frá Pálma Gauta Hjörleifssyni þar sem hann óskar eftir leyfi til að byggja skjólvegg til hljóðvarnar, 0,5 m frá gangstétt við Naustagötu og Vallartún. Innkomin teikning eftir Loga Má Einarsson 24. maí 2016.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir frekari gögnum sjá fylgiblað.

Skipulagsnefnd - 234. fundur - 01.06.2016

Erindi frá Pálma Gauta Hjörleifssyni þar sem hann óskar eftir að stækka lóð sína að Vörðutúni 2 til suðurs að gangstétt við Naustagötu.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem lóðarstækkun hefur áður verið veitt fyrir lóðina og eðlilegt er að gróðurbelti, sem skv. deiliskipulagi á að vera meðfram gangstétt við Naustagötu og áfram til vesturs ofan Kjarnagötu, sé á bæjarlandi og í umsjón bæjarins.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 597. fundur - 18.08.2016

Erindi frá Pálma Gauta Hjörleifssyni þar sem hann óskar eftir leyfi til að byggja skjólvegg til hljóðvarnar 0,5 m frá gangstétt við Naustagötu og Vallartún samkvæmt meðfylgjandi teikningu eftir Loga Má Einarsson, móttekin 24. maí 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið með því skilyrði að veggurinn verði ekki hærri en 1,2-1,3 m og ekki nær gangstétt en 2 metra til að gefa rými fyrir snjóruðning.