Erasmus ráðstefna um móttöku flóttafólks - apríl 2016.

Málsnúmer 2016050058

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 184. fundur - 12.05.2016

Framkvæmdastjóri sagði frá ráðstefnu, sem hún sótti sem einn af fjórum þátttakendum frá Íslandi. Ráðstefnan, sem haldin var í Essen í Þýskalandi í apríl, fjallaði um móttöku flóttafólks, menntun, þátttöku og aðlögun og um hvernig áherslur Erasmus áætlunarinnar í þessu verkefni verða á næstunni. Ráðstefnuna sóttu um 300 manns víðsvegar að úr Evrópu.
Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Sigríði fyrir kynninguna.