Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2016

Málsnúmer 2016050049

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 184. fundur - 12.05.2016

Borist hefur fyrirspurn frá Jafnréttisstofu, þar sem kannað er hvort möguleiki sé að skipuleggja og halda landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2016 á Akureyri í haust. Minnisblað um málið meðfylgjandi.

Samfélags- og mannréttindaráð er samþykkt því að landsfundurinn verði haldinn á Akureyri, en leggur áherslu á að kostnaður bæjarins verði í lágmarki.

Samfélags- og mannréttindaráð - 187. fundur - 25.08.2016

Landsfundur um jafnréttismál, landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaganna, verður haldinn á Akureyri föstudaginn 16. september nk. Fundurinn er haldinn í samvinnu Akureyrarbæjar og Jafnréttisstofu. Dagskrá er í vinnslu. Daginn áður 15. september verður á Akureyri afmælisráðstefna Jafnréttisstofu og jafnréttisráðs í tilefni af 40 ára afmæli jafnréttislaga.
Ráðið mun mæta eftir því sem kostur er og hvetur starfsfólk Akureyrarbæjar og kjörna fulltrúa nefnda til að nýta þetta góða tækifæri til að fræðast um jafnréttismál.