Víðivellir 12 - umsókn um bílskúr og bílastæði

Málsnúmer 2016050013

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 234. fundur - 01.06.2016

Erindi dagsett 29. apríl 2016 þar sem Benedikt Sveinbjörnsson sækir um leyfi fyrir bílastæði á lóð nr. 12 við Víðivelli. Jafnframt sækir hann um byggingarrétt fyrir bílskúr á lóðinni. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir fyrirhugaðan bílskúr og bílastæði.
Skipulagsnefnd vísar erindinu í gerð skipulags Oddeyrar.

Skipulagsráð - 295. fundur - 11.07.2018

Erindi dagsett 20. júní 2018 þar sem Benedikt Sveinbjörnsson og Sólveig Jónsdóttir sækja um leyfi fyrir breytingu og stækkun íbúðar um u.þ.b. 30 fermetra auk þess sem þau endurnýja umsókn sína frá 29. apríl 2016 um bílastæði og byggingarrétt fyrir bílskúr á lóð sinni. Skipulagsnefnd tók málið fyrir 1. júní 2016 og vísaði því til gerð skipulags Oddeyrar. Umsækjendur óska eftir að skipulagsráð taki málið fyrir þar sem vinna við skipulagið er ekki hafin. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna erindi um stækkun íbúðarhúss þegar umsókn um byggingarleyfi fyrir henni berst.


Skipulagsráð getur ekki orðið við umsókn um nýtt bílastæði og bílskúrsrétt vegna staðsetningar á núverandi hraðahindrum. Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umhverfis- og mannvirkjasvið um mögulega færslu hraðahindrunarinnar.