Drottningarbrautarreitur - framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2016040052

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 227. fundur - 13.04.2016

Erindi dagsett 7. apríl 2016 þar sem Kristinn Magnússon f.h. Akureyrarbæjar, Norðurorku, Mílu og Tengis, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir undirbúningi gatnaframkvæmda á Drottningarbrautarreit. Meðfylgjandi eru teikningar.
Sigurjón Jóhannesson D-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.



Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdar á Drottningarbrautarreit, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd" með þeim fyrirvara að lóðamál á svæðinu verði frágengin. Bílastæðum þarf að halda í notkun sem lengst á vesturhluta reitsins á meðan á framkvæmd stendur.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.