Akureyri handboltafélag - endurbætur á félagsaðstöðu AHF í Íþróttahöllinni

Málsnúmer 2016040051

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 191. fundur - 19.05.2016

Erindi dagsett 30. mars 2016 frá stjórn Akureyri handboltafélags þar sem félagið óskar eftir því við íþróttaráð Akureyrar að félagsaðstaða félagsins verði bætt í núverandi húsnæði í

samstarfi við AHF.
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu um endurbætur á aðstöðunni.

Íþróttaráð bendir Akureyri handboltafélagi á að hafa samráð við forstöðumann Íþróttahallarinnar varðandi aðrar óskir í erindinu.

Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála og forstöðumanni Íþróttahallarinnar að vinna að tillögum um nýtingu rýma í Íþróttahöllinni fyrir aðildarfélög ÍBA og sérsambönd.