Skipagata 6 - fyrirspurn um túlkun skipulags

Málsnúmer 2016040032

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 227. fundur - 13.04.2016

Fyrirspurn í tölvupósti dagsettum 21. mars 2016 frá Birni Davíðssyni f.h. eigenda Skipagötu 6 þar sem hann spyrst fyrir um hvort leyft yrði að byggja tvær hæðir ofan á núverandi hús að Skipagötu 6.
Skipulagsnefnd telur heimilt að byggja ofan á núverandi hús þar sem í skipulagi er ekki skilyrði fyrir bindandi byggingarlínu fyrir suðurhlið hússins og því mætti nýtt hús vera með sama grunnflöt og núverandi hús er.
Formaður bar upp ósk að taka 13. lið "Oddeyrartangi 149131 - uppsetning á búnaði til eyðingar á áhættuvefjum frá sláturdýrum" í útsendri dagskrá fundargerðar út af dagskrá og var það samþykkt.