Dalsbraut - umsókn um lóð við Þrastarlund

Málsnúmer 2016030186

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 227. fundur - 13.04.2016

Erindi dagsett 8. mars 2016 þar sem Þórir Guðmundsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um deiliskipulagsbreytingu til að útbúa nýja lóð vegna þjónustuíbúða fyrir fatlaða. Helst er horft til svæðis nálægt Þrastarlundi.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsstjóra að finna hentugar lóðir.

Skipulagsnefnd - 234. fundur - 01.06.2016

Erindi dagsett 30. mars 2016 þar sem Þórir Guðmundsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um deiliskipulagsbreytingu á Brekkunni fyrir úthlutun lóðar. Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra á fundi 13. apríl 2016 að finna hentugar lóðir.
Skipulagsstjóri leggur til að ný lóð verði gerð milli Þrastarlundar 3-5 og Skógarlundar 1 þar sem heimilt verður að byggja parhús á einni hæð.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.