Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar - styrkbeiðni vegna landsmóts 2016

Málsnúmer 2016030184

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 182. fundur - 31.03.2016

Lagt fram bréf dagsett 21. mars 2016 undirritað af Jónínu Sif Eyþórsdóttur og fleirum fyrir hönd Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar. Í bréfinu er óskað eftir styrk í formi aðstöðu til að halda landsmót sambandsins á Akureyri 21.- 23. október næstkomandi.
Samfélags- og mannréttindaráð telur ekki á sínu valdi að veita umbeðna aðstöðu eða veita styrk á móti leigu og vísar málinu því til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3503. fundur - 20.04.2016

3. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 31. mars 2016:

Lagt fram bréf dagsett 21. mars 2016 undirritað af Jónínu Sif Eyþórsdóttur og fleirum fyrir hönd Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar. Í bréfinu er óskað eftir styrk í formi aðstöðu til að halda landsmót sambandsins á Akureyri 21.- 23. október næstkomandi.

Samfélags- og mannréttindaráð telur ekki á sínu valdi að veita umbeðna aðstöðu eða veita styrk á móti leigu og vísar málinu því til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 sem færast af styrkveitingum bæjarráðs og felur Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur aðstoðarmanni bæjarstjóra að ræða við bréfritara.