Ferðamálafélag Hríseyjar - samstarfssamningur 2016 - 2018

Málsnúmer 2016030174

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 207. fundur - 04.04.2016

Erindi dagsett 19. mars 2016 frá Lindu Maríu Ásgeirsdóttur f.h. Ferðamálafélags Hríseyjar, þar sem óskað er eftir að samstarfssamningur Akureyrarstofu og félagsins verði endurnýjaður.
Stjórn Akureyrastofu samþykkir að fela framkvæmdastjóra að ganga til viðræðna við félagið um endurnýjun samnings til næstu 3 ára í samræmi við umræður á fundinum.

Stjórn Akureyrarstofu - 271. fundur - 07.02.2019

Erindi dagsett 28. janúar 2019 frá Ferðamálafélagi Hríseyjar þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi við stjórn Akureyrarstofu jafnframt því sem óskað er eftir því að Akureyrarbær fjármagni 30-50% starf ferðamálafulltrúa í Hrísey.

Fulltrúar Ferðamálafélags Hríseyjar, Linda María Ásgeirsdóttir, Ingimar Ragnarsson og Þröstur Jóhannsson mættu á fundinn.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar fulltrúum ferðamálafélagsins fyrir komuna á fundinn. Stjórnin tekur jákvætt í að gerður verði samningur við Ferðamálafélag Hríseyjar og felur deildarstjóra Akureyrarstofu að vinna tillögu að drögum. Stjórnin felur jafnframt starfsmönnum Akureyrarstofu að kanna með leiðir til að sækja um, fyrir verkefni tengd Hrísey, í gegnum byggðaáætlun.
Eva Hrund Einarsdóttir mætti á fundinn kl. 14:20.

Stjórn Akureyrarstofu - 276. fundur - 16.04.2019

Til umræðu samstarfssamningur við Ferðamálafélag Hríseyjar.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum að vinna málið áfram út frá umræðum á fundinum.