Rangárvellir, bílastæði - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016030143

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 225. fundur - 23.03.2016

Erindi dagsett 17. mars 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, leggur inn fyrirspurn varðandi byggingarreit á lóðinni fyrir spennistöð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Anton Örn Brynjarsson.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 234. fundur - 01.06.2016

Erindi dagsett 17. mars 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sendir inn fyrirspurn varðandi byggingarreit á lóðinni. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja inn breytingu á deiliskipulagi 23. mars 2016.

Tillagan er dagsett 25. maí 2016 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur meirihluti skipulagsnefndar til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Edward Hákon Huijbens V-lista tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn - 3394. fundur - 07.06.2016

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 1. júní 2016:

Erindi dagsett 17. mars 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sendir inn fyrirspurn varðandi byggingarreit á lóðinni. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja inn breytingu á deiliskipulagi 23. mars 2016.

Tillagan er dagsett 25. maí 2016 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur meirihluti skipulagsnefndar til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Edward Hákon Huijbens V-lista tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Baldvin Valdemarsson D-lista var fjarverandi við atkvæðagreiðslu.

Skipulagsnefnd - 239. fundur - 10.08.2016

Erindi dagsett 17. mars 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um stækkun á bílastæði á lóð við Rangárvelli. Einnig er send inn fyrirspurn varðandi byggingarreit á lóðinni. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Anton Örn Brynjarsson. Erindið fór í grenndarkynningu 10. júní 2016 og lauk 8. júlí 2016. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og að málinu verði lokið í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Edward Hákon Huijbens V-lista tók ekki þátt í umræðum og afgreiðslu málsins.