Hrísalundur 1a - fyrirspurn

Málsnúmer 2016020220

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 575. fundur - 26.02.2016

Erindi dagsett 19. febrúar 2016 þar sem Sigurður Sverrisson f.h. Abaco, kt. 700603-5710, sendir inn fyrirspurn vegna notkunar á húsnæðinu. Meðfylgjandi eru teikningar.
Byggingin er á athafnasvæði skv. Aðalskipulagi Akureyrar, þar sem gististarfsemi er heimil. Skipulagsstjóri bendir þó á að umbeðin starfsemi krefst mikilla breytinga á húsnæðinu til að uppfylla kröfur um hljóðvist, snyrtiaðstöðu, brunavarnir o.fl.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 614. fundur - 22.12.2016

Erindi dagsett 7. desember 2016 þar sem Kristín Hildur Ólafsdóttir fyrir hönd Abaco, kt. 700603-5710, leggur inn fyrirspurn um að breyta hluta fyrstu hæðar að Hrísalundi 1a í íbúð. Meðfylgjandi er teikning.
Byggingin er á athafnasvæði samkvæmt Aðalskipulagi Akureyrar. Á athafnasvæðum er ekki leyfilegt að gera íbúðir. Staðgengill skipulagsstjóra getur því ekki tekið jákvætt í fyrirspurnina.

Skipulagsráð - 252. fundur - 25.01.2017

Erindi dagsett 29. desember 2016 þar sem Kristín Hildur Ólafsdóttir og Sigurður Sverrisson óska eftir endurskoðun á afgreiðslu erindis dagsettu 7. desember 2016 þar sem Kristín Hildur Ólafsdóttir fyrir hönd Abaco, kt. 700603-5710, lagði inn fyrirspurn um að breyta hluta fyrstu hæðar að Hrísalundi 1a í íbúð. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsráð synjar erindinu þar sem húsið er á athafnasvæði, en í Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 segir meðal annars: "Íbúðarbyggð er ekki heimil á athafnasvæðum."