Áhugaljósmyndaraklúbbur Akureyrar - umsókn um samning við Menningarsjóð 2016

Málsnúmer 2016020062

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 206. fundur - 16.03.2016

Umsókn dagsett 29. janúar 2016 frá Áhugaljósmyndaraklúbbi Akureyrar þar sem sótt er um þriggja ára samstarfssamning við Menningarsjóð að upphæð kr. 300.000 vegna starfsemi félagsins.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu en samþykkir að kannað verði hvort gera megi samning við félagið um verkefni á sviði markaðs- og kynningarmála fyrir Akureyrarstofu.