Listasumar og Akureyrarvaka - 2016

Málsnúmer 2016020010

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 203. fundur - 03.02.2016

Lögð fram tillaga að grunnfyrirkomulagi og stjórnun Listasumars og Akureyrarvöku 2016.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillöguna og í samræmi við hana að skipaður verði ráðgjafahópur hátíðanna. Í honum sitji Hlynur Hallsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða og menningarmála og Hildur Friðriksdóttir fulltrúi í stjórn Akureyrarstofu.

Stjórn Akureyrarstofu - 213. fundur - 18.08.2016

Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri menningarmála og viðburða á Akureyrarstofu kom á fundinn og fór yfir dagskrá og framkvæmd Akureyrarvöku sem haldin verður að kvöldi föstudags 26. ágúst og laugardaginn 27. ágúst nk.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju sinni með fyrirliggjandi dagskrá Akureyrarvöku og sérstaklega með samstarf Akureyrarstofu, RÚV og N4 vegna viðburðanna í Listagili að kvöldi laugardagsins. Stjórnin þakkar Huldu Sif fyrir greinargóða kynningu.