Samfélags- og mannréttindadeild 2016 - styrkir og samningar

Málsnúmer 2016010181

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 178. fundur - 28.01.2016

Lagðar voru fram upplýsingnar um núgildandi reglur og styrkveitingar og samninga, ásamt viðmiðum sem ráðið hefur notað til afgreiðslu mála. Einnig voru lagðar fram upplýsingar um fjármál og samninga sem nú eru í gildi, eða unnið að.
Ráðið mun halda vinnu við endurskoðun áfram og felur framkvæmdastjóra að taka saman og afla meiri upplýsinga. Ráðið leggur til að samhliða verði farið yfir reglur um styrkveitingar Akureyrarkaupstaðar frá 20. nóvember 2012.

Bæjarráð - 3493. fundur - 04.02.2016

8. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 28. janúar 2016:

Lagðar voru fram upplýsingar um núgildandi reglur og styrkveitingar og samninga, ásamt viðmiðum sem ráðið hefur notað til afgreiðslu mála. Einnig voru lagðar fram upplýsingar um fjármál og samninga sem nú eru í gildi, eða unnið að.

Ráðið mun halda vinnu við endurskoðun áfram og felur framkvæmdastjóra að taka saman og afla meiri upplýsinga. Ráðið leggur til að samhliða verði farið yfir reglur um styrkveitingar Akureyrarkaupstaðar frá 20. nóvember 2012.
Bæjarráð felur aðstoðarmanni bæjarstjóra, Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur, að yfirfara reglurnar og leggja fyrir aðgerðarhóp um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 183. fundur - 14.04.2016

Lagðar voru fram núgildandi reglur um styrkveitingar og samninga, ásamt viðmiðum sem ráðið hefur notað til afgreiðslu mála. Með fylgja nokkrar tillögur að breytingum og uppfærslum. Einnig voru lagðar fram upplýsingar um fjármál og samninga sem verið hafa í gildi. Málið var áður til umfjöllunar á fundi ráðsins 28. janúar sl.
Ráðið fór yfir núgildandi reglur og viðmið um samninga og styrkveitingar og gerði á þeim nokkrar breytingar. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá reglunum þannig breyttum.

Bergþóra Þórhallsdóttir D- lista óskar bókað:

Þegar skoða á framkvæmd og meðferð styrkja á vegum Akureyrarbæjar er mikilvægt að horfa til framtíðar. Það er ljóst að miklir hagræðingarmöguleikar liggja í þróun og notkun upplýsingatækni. Með rafrænum eyðublöðum og sameiginlegum gagnagrunni fyrir styrki getur rafrænt viðmót birt heildarsýn yfir styrkveitingar nefnda og ráða með skjótum hætti. Með rafrænni stjórnsýslu veitum við bæjarbúum betri þjónustu, stuðlum að hagræðingu og samhæfingu deilda í stjórnsýslu bæjarins. Það er því lykilatriði í aðgerðaráætlun til hagræðingar í rekstri bæjarins að koma rafrænni stjórnsýslu í betra horf en nú er og gera áætlun um framkvæmd um hana sem allra fyrst.

Samfélags- og mannréttindaráð - 190. fundur - 04.10.2016

Umræður um styrkveitingar ársins 2016.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála og forvarna- og félagsmálafræðingarnir Hlynur Birgisson, Anna Guðlaug Gísladóttir, Guðmundur Óli Gunnarsson, Katrín Ósk Ómarsdóttir ásamt Kristjáni Bergmann Tómassyni umsjónarmanni Ungmenna-hússins mættu á fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð felur formanni og framkvæmdastjóra að vinna drög og kynna fyrir ráðinu 3ja ára styrktarsaming við KFUM&K, Skákfélag Akureyrar og Skátafélagið Klakk fyrir árin 2016-2018.



Samfélags og mannréttindaráð samþykkir að styrkja kynningar- og fræðsluefni um kr. 800.000 árið 2016 í samstarfi við forvarna- og félagsmálaráðgjafa tengdum forvörnum. Ráðið felur framkvæmdastjóra og forstöðumanni æskulýðsmála að vinna málið áfram og auglýsa eftir styrkumsóknum.



Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að styrkja forvarnakynningu fyrir börn og unglinga um kr. 800.000 haustið 2016. Forstöðumanni æskulýðsmála falið að vinna máið áfram.



Samfélags- og mannréttindaráð þakkar forstöðumanni og forvarnafulltrúum fyrir komuna á fundinn.