Skíðarútan - beiðni um skilti

Málsnúmer 2016010137

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 571. fundur - 21.01.2016

Erindi dagsett 18. janúar 2016 þar sem Jón Þór Benediktsson f.h. Skíðarútunnar ehf., kt. 650111-0440, sækir um að setja upp lítil skilti á stoppustöðum/viðkomustöðum rútunnar sem eru strætóstopp á nokkrum stöðum um bæinn. Um er að ræða snyrtileg galvanskilti með plexigler yfir, ca a4 að stærð, sem verða fjarlægð þegar skíðarútan hættir að ganga í vor.
Skipulagsstjóri frestar erindinu og óskar eftir nánari upplýsingum um útlit og staðsetningu umbeðinna skilta.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 617. fundur - 26.01.2017

Innkominn tölvupóstur 18. janúar 2016 þar sem Jón Þór Benediktsson framkvæmdastjóri skíðarútunnar sækir um að setja upp lítil skilti á stoppustöðum/viðkomustöðum hennar sem eru strætóstopp á nokkrum stöðum í bænum. Um er að ræða snyrtileg galvanskilti með plexigler yfir, ca A4 að stærð, sem verða fjarlægð þegar skíðarútan hættir að ganga í vor.

Erindinu var frestað á afgreiðslufundi skipulagsstjóra 21. janúar 2016. Í tölvupósti 26. janúar 2016 berast upplýsingar sem óskað var eftir. Í tölvupósti 6. janúar 2017 er ítrekað að málið verði afgreitt.
Byggingarfulltrúi samþykkir uppsetningu skilta á stoppustöðvum strætisvagna en umsækjandi skal afla samþykkis lóðarhafa þar sem stoppað er innan lóða.