Moldartippur - Réttarhvammi

Málsnúmer 2016010088

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 322. fundur - 22.01.2016

Lögð fram tillaga um útboð á landi við Réttarhvamm til leigu.
Framkvæmdaráð samþykkir að bjóða svæðið út að nýju.

Framkvæmdaráð - 324. fundur - 05.02.2016

Tekið fyrir tilboð frá Finni ehf um leigu á athafnasvæði fyrir mold á Moldartipp við Réttarhvamm. Aðeins eitt tilboð barst.
Framkvæmdaráð samþykkir að samið verði við Finn ehf.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 47. fundur - 14.12.2018

Rætt um framlengingu á samningi við Finn ehf. dagsettum 1. mars 2016 um afnot af athafnasvæði við Hlíðarfjallsveg alls 2,1 ha.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að nýta framlengingarákvæði samningsins til tveggja ára.