Öldrunarheimili Akureyrar - breyting á dvalarrýmum í hjúkrunarrými

Málsnúmer 2016010087

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1222. fundur - 20.01.2016

Lagt fram erindi til Velferðarráðuneytisins dags. 30. desember 2015, þar sem óskað er eftir að breyta fjórum dvalarrýmum í hjúkrunarrými.

Einnig lagt fram svarbréf og samþykki ráðuneytisins dags. 11. janúar 2016.
Lagt fram til kynningar.

Velferðarráð - 1269. fundur - 17.01.2018

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, lagði fram og kynnti svör velferðarráðuneytisins dagsett 4. janúar 2018 við erindi ÖA þar sem óskað var eftir að breyta tveimur dvalarrýmum í tvö hjúkrunarrými.

Fram kemur í svarinu að velferðarráðuneytið hafnar erindinu en bendir á möguleika á að breyta tveimur dvalarrýmum í eitt hjúkrunarrými, eins og áður hefur verið gert.